Eiríkur stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík til 1982. Hann lauk B.M. próf frá Berklee College of Music 1985. Eftir það var hann eitt ár í einkanámi, en hélt síðan til framhaldsnáms við California Institude of the Arts í Los Angeles. Hann lauk M.F.A. prófi þaðan 1988. Þá hefur Eiríkur stundað tónsmíðanám hjá Atla H. Sveinssyni, John Bavicci og Stephan Mosho.
Eiríkur Örn er fastráðinn trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1996. Hann hefur verið meðlimur Caput hópsins frá upphafi og hefur leikið á fjölmörgum diskum hópsins auk þess að hafa farið í tónleikaferðir með hópnum til fjölmargra landa. Hann leikur reglulega með Kammersveit Reykjavíkur og hefur hljóðritað fjölmarga diska með sveitinni, m.a. trompetkonserta eftir J. F. Fasch og Leopold Mozart og farið í tónleikaferðir m.a. til Kína, Japans og Rússlands.
Hann frumflutti trompetkonsert eftir Jónas Tómasson með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Á hljómdiskinum „Trompetaria“ leikur hann ásamt öðrum trompetleikara og organista tónlist fyrir trompet og orgel. Trompetleik Eiríks Arnar hefur mátt heyra á leiksýningum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins og í Íslensku óperunni. Hann lék einnig um tíma með Stórsveit Reykjavíkur. Auk þess sem hann hefur leikið í hljóðverum fyrir kvikmyndir, sjónvarp og hjómdiskaútgáfur ýmiskonar.
Hann kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarskóla FÍH og Listaháskóla Íslands.
Símanúmer: 562 2434 / 698 2034
Til baka í kennarayfirlit