Haukur lauk námi frá Tónlistarskóla FÍH árið 1997 og hélt þá til áframhaldandi náms í Svíþjóð og Danmörku. Haustið 1999 hóf Haukur nám við Rytmisk Musikkonservartorium í Kaupmannahöfn og lauk þaðan M.M. gráðu í saxófónleik vorið 2004 með góðum vitnisburði. Kennarar hans þar voru fjölmargir m.a. saxófónleikararnir Lars Möller og Frederik Lundin. Frá árinu 2006 hefur Haukur farið í margar lengri og skemmri námsferðir til Búlgaríu, Makedóníu og Tyrklands þar sem hann hefur stundað einkanám í þjóðlegri tónlist svæðisins hjá m.a Petko Radev, Vladimir Raykov, Dicho Nikov og Fevzi Cagri. Haukur lauk framhaldsprófi í klassískum klarínettleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavik vorið 2016 þar sem hann nam undir handleiðslu Sigurðar I. Snorrasonar. Haukur hefur komið fram á fjölda tónleika víða í Evrópu og Bandaríkjunum og leikið á ýmsum stórum tónlistarhátíðum m.a. London Jazz Festival, Copenhagen Jazzfestival, Bergen Nattjazz, Berlin Jazz Fest, WOMEX 2010, Kasseler Weltmusik Fest, Les Traversées Tatihou 2011, Moers Festival 2011, UngJazz i Alesund, Wutzrock í Hamborg og Listahátíð í Reykjavík 2011. Haukur hefur verið virkur sem tónsmiður og útsetjari og verk og útsetningar eftir hann hafa verið hljóðrituð og flutt með hljómsveitum á borð við Stórsveit Reykjavíkur og Frelsissveit Nýja Íslands. Haukur hefur leikið með Stórsveit Reykjavíkur (með hléum) frá árinu 1994. Hann hefur leikið sem lausamaður með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Haukur hefur leikið í fjölmörgum uppfærslum á leiksýningum t.d. Skilaboðaskjóðunni, Söngvaseið, Mary Poppins, Spamalot og Billy Elliot. Hann hefur leikið inn á u.þ.b. 80 hljómplötur og verið tilnefndur til danskra og íslenskra tónlistarverðlauna. Frá árinu 2003 hefur Haukur haldið úti eigin plötuútgáfu, Rodent ehf., sem hefur gefið út 10 hljóðrit.

 

Netfang: haukurgrondal@gmail.com
Símanúmer: 866 7367

Til baka í kennarayfirlit