Boðið verður upp á fjölbreytt sumarnámskeið við MÍT í sumar, með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en námskeiðin eru liður í átaki stjórnvalda að bjóða nemendum upp á námsúrræði í þessu óvenjulega árferði.

 

 

 

Námskeiðin eru:

 • Tónfræði til miðprófs

 • Kammertónlist og sviðsþjálfun

 • Lagasmíðar

 • Handslagverk fyrir alla: Latinslagverk, með áherslu á kúbanska og brasilíska tónlist

Opið er fyrir umsóknir á námskeiðin til og með 2. júní 2020.

Skráningarferli:

1. Nemandi sendir inn umsókn.
2. Skrifstofa MÍT staðfestir móttöku umsóknar, gefur jákvætt eða neikvætt svar og beiðni um greiðslu
3. Skrifstofa MÍT staðfestir skráningu þegar nemandi hefur sent kvittun um greiðslu

Skráning telst fullgild þegar staðfestingarpóstur hefur borist nemanda frá skrifstofu skólans og skráningargjald hefur verið greitt. Skráningargjald er kr 3.000,- , sem endurgreiðist þegar nemandi lýkur námskeiðinu. Athugið að fjöldatakmarkanir eru í öllum námskeiðum, og því ekki öruggt að allir umsækjendur komist að.

Nánari upplýsingar um námskeiðin, ásamt skráningarhlekkjum eru hér að neðan:

Námskeið í tónfræði til miðprófs

 1. Lýsing á námsáfanga: Tónfræði/tónheyrn frá grunni til miðprófs – samþjappað nám á 7 vikum sumars. Námið fer að mestu fram í skólastofu með hljóðfærum, tússtöflu og stórum skjá.  Hluti efnis er á video sem þáttakendur geta horft á oftar eftir þörfum.  Námsmat er fyrst og fremst byggt á vinnu nemenda á námskeiði, tvö próf verða lögð fyrir; Grunnpróf um mitt námstímabil og svo samræmt Miðpróf sem Prófanefnd áætlar að leggja fyrir í lok september 2020. Námið er fyllilega matshæft sem áfangi í  MÍT og sérstaklega ætlað nemendum sem ekki hafa stundað formlegt tónfræðanám þó þeir hafi verið virkir í tónlist s.s. með þátttöku í hljómsveitum (bílskúrsböndum), raftónlist (beat), kórastarfi, lúðrasveitum eða öðru.
 2. Forkröfur: engar
 3. Áætlaður fjöldi nemenda: 5 – 15
 4. Lengd náms í vikum auk upphafs- og lokadagsetningar: 7 vikur, 4 dagar í viku, 16 tímar á viku.  Nám hefst mánudaginn 8. júní (hlé frá 9. júlí – 10. ágúst) námi lýkur 20. ágúst. Kennsla fer fram kl. 9-13.00 mánud., þriðjud., miðvikud. og fimmtudaga.
 5. Matshæfi inn í áfanga skólans: Metið sem tónfræðiáfangi MÍT

SKRÁNING HÉR – tónfræði  

Kammertónlist og sviðsþjálfun 

 1. Lýsing á námsáfanga: Á námskeiðinu vinna nemendur saman í litlum kammermúsíkhópum. Þeir munu fá leiðsögn í samspili auk þess sem kennarar leiðbeina um tæknileg atriði varðandi raddir hvers og eins og túlkun tónlistarinnar. Einnig munu nemendur hljóta þjálfun í sviðsframkomu, fá leiðbeiningar varðandi líkamlega og andlega þætti tónlistarflutnings og góð ráð til að draga úr sviðsskrekk. Nemendur sem leika á tréblásturshljóðfæri, strengjahljóðfæri, píanó og gítar geta sótt um að taka þátt í námskeiðinu, en við val á umsækjendum verður að taka tillit til mögulegrar samsetningar á hópum. Kennarar verða Svanur Vilbergsson gítarleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari. Vinnuframlag nemanda er persónulegur undirbúningur í tvær vikur og síðan er viðvera á námskeiðinu kl. 9:30-13 og 14-15:30 í 5 daga.
 2. Forkröfur: miðpróf á hljóðfæri
 3. Áætlaður fjöldi nemenda: 10-35 nemendur.
 4. Lengd náms í vikum auk upphafs- og lokadagsetningar: Ein vika 4.-8. ágúst
 5. Matshæfi inn í áfanga skólans: Námið metið sem kammermúsíkáfangi MÍT.

SKRÁNING HÉR – kammertónlist – SKRÁNING OPIN TIL OG MEÐ 8.JÚNÍ 

Námskeið í lagasmíðum

 1. Lýsing á námsáfanga: Popplagasmíðar. Í áfanganum læra nemendur ýmsar aðferðir við laga- og textasmíðar og farið verður yfir mismunandi stíla tónlistar.  Engin reynsla af lagasmíðum er nauðsynleg, farið verður yfir grunnatriði lagasmíða, hugmyndavinnu, textavinnu, upptöku og útsetningar svo að nemendur séu í stakk búnir að klára 3 lög í lok námskeiðis. Einnig eru skoðaðir mismunandi stílar þekktra tónlistarmanna. Nemendur semja 3 lög sem heimavinnu  sem skulu svo fullkláruð og send inn sem lokaverkefni. Einnig er gerð krafa um einn fyrirlestur á námskeiðinu og þáttöku í öllum tímum Kennt verður til skiptis í fjar og staðarkennslu, 4 tímar í staðkennslu í Skipholti 33, 1 tími í stúdíóheimsókn, 5 tímar í fjarkennslu á netinu.
 2. Forkröfur: engar
 3. Áætlaður fjöldi nemenda: 10 nemendur í hóp
 4. Lengd náms í vikum auk upphafs- og lokadagsetningar: 11. júní – 13.ágúst, 10 vikur. Fimmtudagar kl 15:00 -16.30
 5. Matshæfi inn í áfanga skólans: Metið sem lagasmíðaáfangi MÍT

NÁMSKEIÐ FULLBÓKAÐ

Handslagverk fyrir alla: Latinslagverk, með áherslu á kúbanska og brasilíska tónlist

 1. Lýsing á námsáfanga: Handslagverk fyrir alla: Latinslagverk, með áherslu á kúbanska og brasilíska tónlist. Einnig verður kennt á slagverk sem notað er í popptónlist, s.s. hristur og tamborínu.
 2. Forkröfur: engar
 3. Áætlaður fjöldi nemenda: 5-10
 4. Lengd náms í vikum auk upphafs- og lokadagsetningar: Tvær vikur (mánudag-fimmtudags) 3 tíma í senn milli kl 16-19. 22. júní – 2. júlí.
 5. Matshæfi inn í áfanga skólans: Metið sem samspilsáfangi MÍT

NÁMSKEIÐ FULLBÓKAÐ!