Una er konsertmeistari Kammersveitarinnar. Hún hefur frumflutt fjölda verka sem sólisti og í kammertónlist. Una hefur flutt fiðlukonserta Beethovens, Shostakovich, Philip Glass, Atla Heimis Sveinssonar og Páls Ragnars Pálssonar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og frumflutt konserta Sveins Lúðvíks Björnssonar, Högna Egilssonar og Kurt Weill á Íslandi. Hún hefur spilað á fjölda diska, meðal annars með Björk, (Homogenic, Vulnicura) Jóhanni Jóhannssyni og Kammersveitinni og leikið með Ensemble Modern, RSB og hljómsveit þýsku óperunnar. Hún hefur unnið með Pierre Boulez, Krystof Penderecki, Mstislav Rostropovich, Marek Janowski og Heinz Holliger og leikið sem gestaleiðari í Bonn, Þrándheimi og í Reykjavík. Fyrsta plata Unu Fyrramál kom út 2007 og önnur plata hennar Umleikis með eigin tónsmíðum fyrir sólófiðlu kom út í desember 2014. Una er stofnfélagi Strengjakvartettsins Siggi og er 3. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún spilar á fiðlu smíðaða af Camillo Camilli árið 1732.

Netfang: unafidla@hotmail.com
Símanúmer: 698 9203

Til baka í kennarayfirlit