Lærði við kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og lauk kennaraprófi 1964. Atvinnutónlistarmaður frá fjórtán ára aldri. Lék með mörgum hljómsveitum, þ.a.m. Savannatríóinu. Bjó erlendis (Svíþjóð 1970-72, Þýskaland 1972-79, Bandaríkin 1980-82, 1987 og 1990) og starfaði í hljóðverum við upptökustjórn, útsetningar, tónsmíðar og hljómborðsleik.

Þórir hefur m.a. unnið fyrir Donnu Summer, Elton John, Giorgio Moroder og Grace Jones.  Hefur búið á Íslandi frá 1990 starfað við tónlistarkennslu í Tónlistarskóla FÍH, auk þess að starfa sem hljóðfæraleikari og útsetjari.

 

Netfang: tonanaust@internet.is
Símanúmer: 897 9122

Til baka í kennarayfirlit