Oddur stundaði píanó- slagverks- og básúnunám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan Blásarakennaraprófi. Framhaldsnám stundaði hann í slagverksleik við Berklee College of Music í Boston og framhaldsnám í básúnuleik við New England Conservatory of Music, einnig í Boston, auk þess að sækja sumarnámskeið í Tanglewood í Berkshirefjöllunum og Aspen Music Festival í Colorado.

Oddur hefur verið fyrsti básúnuleikari SÍ frá árinu 1985 auk þess að leika með Hljómsveit Íslensku óperunnar og Kammersveit Reykjavíkur frá sama tíma. Oddur frumflutti með SÍ Jubilus II fyrir básúnu, blásarasveit, slagverk og segulband eftir Atla Heimi Sveinsson árið 1987 og einnig Sinfonia Consertante fyrir málmblásaratríó og hljómsveit eftir Pál P. Pálsson með Íslensku hljómsveitinni.

Oddur er einn stofnenda Hljómskálakvintettsins og lék í mörg ár með Stórsveit Reykjavíkur.  Þá hefur Oddur tekið þátt í alþjóðamótum International Trombone Association í Eton, Englandi 1989; Rochester, New York 1991; Minneapolis/Saint Paul, Minnesota 1994; Feldkirch, Austurríki 1997; Utrecht, Hollandi 2000; Helsinki, Finnlandi 2003; Birmingham, Englandi 2006 og París, Frakklandi 2012.

Oddur hefur kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík frá árinu 1985 og við Skólahljómsveitir Reykjavíkurborgar frá árinu 1989.

Netfang: oddurb@ismennt.is
Símanúmer: 551 6959 / 891 8665

Til baka í kennarayfirlit