Nimrod er ísraelskur túbuleikari sem stundaði túbunám hjá Daniel Perantoni og Shmuel Hershko. Nimrod hefur unnið fyrstu verðlaun í alþjóðlegum túbukeppnum, til að mynda International Tuba Euphonium Conference í Tucson, Arizona, árið 2010 og Indiana University Concerto Competition árið 2011. Þá situr hann í stjórn International Tuba and Euphonium Association og er reglulega boðið að halda tónleika og masterklassa á hátíðum víða um heim þar sem hann er duglegur að kynna íslenska tónlist.

Árið 2012 fluttist Nimrod til Íslands eftir að hafa þreytt áheyrnarprufu og verið valinn sem fyrsti túbuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Meðfram því að koma fram á tónleikum og kenna masterklassa víðsvegar um Ísrael, Bandaríkin og Evrópu, býr Nimrod á Íslandi þar sem hann spilar með SÍ og stundar túbukennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Allt frá komu sinni til Íslands hefur Nimrod verið metnaðarfullur talsmaður nýrrar túbutónlistar á Íslandi.

Netfang: ronnimrod1@gmail.com
Símanúmer: 823 2774

Til baka í kennarayfirlit