Marína Ósk er fædd og uppalin í Keflavík. Ung var hún send í tónlistarskólann þar í bæ og lærði á þverflautu. Söngnám bættist við á unglingsárunum og eftir nokkur ár í klassískum söng skipti hún yfir í rytmískt söngnám. Hún lauk bæði Burtfararprófi í klassískum þverflautuleik, undir handleiðslu Martial Nardeau og Burtfararprófi í rytímskum söng undir handleiðslu Kristjönu Stefánsdóttur, vorið 2011. Að því loknu flutti hún á Akureyri þar sem hún starfaði sem söngkona, kórstjóri og tónlistarkennari, en Marína hefur starfað sem tónlistarkennari í samtals 9 ár.

Haustið 2013, lá leiðin til Hollands í áframhaldandi Jazznám og lauk BA í jazzsöng vorið 2017 frá Conservatoríunni í Amsterdam þar sem tónsmíðar hennar og textasmíðar fengu mikið lof.

Marína hefur komið víða við á sínum ferli. Hún er annar helmingur jazzdúettsins “Marína & Mikael” sem sendi frá sér sína fyrstu plötu í ágúst 2017 og ber heitið Beint heim. Platan inniheldur 8 lög sem útsett eru af gítarleikaranum Mikael Mána Ásmundssyni og með textum eftir Marínu. Dúettinn hefur getið sér gott orð síðustu ár og lék meðal annars á Jazzhátíð Reykjavíkur 2017.

Þess utan var Marína tíður gestur í lifandi útvarpsþættinum “Gestir út um Allt”, sem tekinn var upp í Hofi á Akureyri. Hún hefur komið fram á og staðið fyrir ótal tónleikum um land allt, spilað í fjöldamörgum brúðkaupum og við þess lags tilefni, sungið inn á plötur, sungið með ýmsum norðlenskum trúbadorum og hefur mikla reynslu af poppgeiranum. Hún stjórnaði einnig Gospelkór Akureyrar í 2 ár og tveimur barnakórum.

Sem stendur starfar Marína Ósk sem rytmískur söngkennari við Menntaskóla í tónlist (MÍT), Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskólann í Garði, semur eigin tónlist auk þess sem hún kemur reglulega fram sem jazzsöngkona.

 

Netfang: marina.osk.thorolfs@gmail.com
Símanúmer: 8477910

Til baka í kennarayfirlit