Jónatan Garðarsson stundaði nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 1963-67. Var einn af stofnendum Jazzvakningar 1975 og formaður um skeið. Hefur starfað við útvarps- og sjónvarpsþáttagerð frá 1977 til dagsins í dag. Annaðist tónlistarskrif fyrir Þjóðviljann, Vísi og DV 1978-88 og hefur ritað fjölmargar fræðigreinar um íslenska og erlenda dægurtónlist. Útgáfustjóri tónlistar hjá Steinum og Spor 1978-97, formaður stjórnar Ístón 1994-98, ritstjóri menningarþáttarins Mósaík 1998-05, í verkefnisstjórn Loftbrúar 2003-11, formaður Tónlistarráðs 2005-10, í skólanefnd Flensborgarskóla 2012-17. Liðsstjóri íslenska Eurovision hóspins 2001-16. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuframleiðenda 2006-08, ritaði ásamt Arnari Eggert Thoroddsen bókina 100 bestu plötur Íslandssögunnar 2009. Vann að undirbúningi Rokksafns Íslands og skrifaði allan sýningar- og fræðslutexta 2009-14. Höfundur kennslubókar í Dægurtónlistar og rokksögu. Hefur haldið fyrirlestra um íslenska tónlist hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og Leiðsöguskólanum um árabil, kennt Rokksögu við Tónlistarskóla FÍH frá 2007 og Menntaskóla í tónlist frá stofnun skólans.

Netfang: jonatang@simnet.is
Símanúmer: 897 1788

Til baka í kennarayfirlit