Ingunn stundaði píanónám hjá Kristínu Ólafsdóttur við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Árið 1993 lauk hún píanókennara- og  einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og naut þar leiðsagnar Jónasar Ingimundarsonar. Ingunn sótti einkatíma hjá Roger Vignoles um tveggja ára skeið og einnig hefur hún sótt fjölmörg námskeið m.a. hjá Dalton Baldwin, Nelita True, Gyorgy Sebök ofl.

Ingunn hefur komið að ýmsum tónlistarstörfum í gegnum tíðina, m.a. verið organisti Þingvallakirkju, meðlimur í sönghópnum Hljómeyki og um árabil starfaði Ingunn sem kennari og meðleikari við Tónlistarskólann í Hafnarfirði.

Ingunn er virk í kammertónlist með tónlistarhópum á borð við Camerarctica, Notus-tríó ofl. Hún hefur gert upptökur fyrir útvarp og geisladiska og komið fram á fjölmörgum tónleikum innanlands og utan. Árið 2015 fór Ingunn í tónleikaferð með Notus-tríóinu til Bretlands og Ítalíu þar sem áhersla var lögð á kynningu íslenskrar tónlistar. Síðastliðin ár hefur Ingunn einnig leikið reglulega á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins og m.a. komið að flutningi píanókvintetta eftir  R. Vaughan Williams, J. N. Hummel, L. Farrenc og F. Schubert.

Ingunn kennir nú við Tónlistarskóla Kópavogs og starfar sem meðleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík

Netfang: ingunnhildur@gmail.com
Símanúmer: 699 1489

Til baka í kennarayfirlit