Hrefna nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Arndís Steingrímsdóttir, Jón Nordal og Árni Kristjánsson voru aðalkennarar hennar. og lauk þaðan píanókennaraprófi vorið 1975 og einleikaraprófi á píanó ári síðar. Framhaldsnám í píanóleik stundaði hún við Tónlistarháskólann í Vínarborg hjá Klöru Harrer prófessor, Hans Kann prófessor og Harald Ossberger.

Hrefna hefur verið mjög virk sem meðleikari, bæði með söngvurum og hljóðfæraleikurum og komið fram á fjölmörgum tónleikum bæði á Íslandi og á erlendri grundu. Hún hefur leikið inn á nokkra hljómdiska, m.a. nýja íslenska tónlist.

Hrefna starfar nú sem kennari og píanóleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Netfang: hrefna@tono.is
Símanúmer: 552 9612 / 896 9612

Til baka í kennarayfirlit