Helga Þóra útskrifaðist með Bachelor-gráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2004 þar sem aðalkennari hennar var Guðný Guðmundsdóttir. Árið 2007 þreytti Helga Þóra Diploma-próf frá Listaháskólanum í Berlín (UdK Berlin) og hlaut hæstu mögulegu einkunn en þar lærði hún hjá Isabelle Faust og kammertónlist hjá Artemis kvartettinum. Helga Þóra lauk Masters-prófi sínu vorið 2013 frá Konunglega tónlistarháskólanum í Brussel þar sem hún stundaði nám hjá Kati Sebestyen.

Helga Þóra hefur sótt námskeið til Ítalíu, Frakklands og Þýskalands og hefur numið fiðluleik hjá m.a. Donald Weilerstein, Boris Garlitsky, Laurent Korcia, Stephen Clapp, Almitu Vamos, Suzanne Gessner og Svetlin Roussev.

Sem einleikari hefur Helga Þóra leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Strengjasveitinni Skark. Hún er meðlimur Elektra Ensemble og Strokkvartettsins Sigga og leikur reglulega með Kammersveit Reykjavíkur og Ensemble Adapter í Berlín.

Helga Þóra er fastráðinn fiðluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Netfang: helgathora@gmail.com
Símanúmer: 696 5155

Til baka í kennarayfirlit