Hafsteinn lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1967 og einleikaraprófi í fagottleik frá sama skóla 1968. Eftir það hélt hann til Bandaríkjanna og lauk MA prófi frá Indiana University School of Music 1970. Loks stundaði hann einkanám í fagottleik hjá Arthur Weissberg 1987.

Hann var fagottleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1971 og 1. fagottleikari hljómsveitarinnar frá 1987.

Hann var félagi í Blásarakvintett Reykjavík frá stofnun hans 1981, en kvintettinn gaf út geisladiska og lék víða um lönd. Hafsteinn hefur ennfremur leikið með hljómsveit Íslensku óperunnar, Kammersveit Reykjavíkur, Kammersveit Langholtskirkju og í ýmsum sýningum hjá Þjóðleikhúsinu.

Hafsteinn hefur verið kennari á tréblásturshljóðfæri, aðallega fagott, saxófón og klarínett við ýmsa tónlistarskóla lengst við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Netfang: hafgu@tono.is
Símanúmer: 899 0556

Til baka í kennarayfirlit