Guðríður hóf píanónám í Hamborg 8 ára gömul. Hún útskrifaðist með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Framhaldsnám stundaði hún við The University of Michigan og lauk þaðan meistaraprófi í píanóleik (Master of Music) árið 1980. Sama ár hlaut hún 1. verðlaun í píanókeppni á vegum Ann Arbor Society of Musical Arts. Guðríður sótti einkatíma í píanóleik hjá Günter Ludwig, prófessor við Tónlistarháskólann í Köln, 1984-1985. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum námskeiðum m.a. hjá Einar Steen-Nökleberg, Pierre Sancan, John Browning, Dalton Baldwin og Erik Werba.

Árið 2007 lauk Guðríður MBA (Master of Business Administration) námi frá Háskóla Íslands.

Guðríður hefur víða komið fram, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum, bæði hljóðfæraleikurum og söngvurum. Hér á landi hefur hún verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikið m.a. á vegum Tónlistarfélagsins, Kammermúsíkklúbbsins, Kammersveitar Reykjavíkur og Gerðubergs auk þess sem hún hefur haldið fjölda tónleika á landsbyggðinni. Erlendis hefur hún leikið í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Sviss og á Norðurlöndum. Þá hefur hún gert upptökur fyrir útvarp, sjónvarp og geisladiska.

Guðríður starfaði í fjöldamörg ár sem píanóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún er píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Kópavogi

Netfang: gurrysigurdar@gmail.com
Símanúmer: 863 5891

Til baka í kennarayfirlit