Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1981. Píanónám hjá Jórunni Normann á æskuárum og síðar við Tónskóla Sigursveins. Starfandi píanó- og hljómborðsleikari frá 1979. Lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Mezzoforte og hefur leikið með henni á hundruðum tónleika í 40 löndum. Hljóðfæraleikari,  útsetjari og upptökustjóri á yfir 200 hljómdiskum. Tónleikaferðir víða um heim með ýmsum íslenskum og norrænum jazztónlistarmönnum. Tónleikaferð með bandarísku söngkonunni Randy Crawford um Evrópu og Mið-Austurlönd 1991. Prófdómari við jazzdeild Tónlistarskóla FÍH 1993-2002 og kennari við sama skóla 2005-6 og frá 2013.

Netfang: eg61@mac.com
Símanúmer: 897 6246

Til baka í kennarayfirlit