Lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1975 og einleikaraprófi á fagott frá sama skóla 1976; stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vín, Austurríki 1976-1980; sótti námskeið í hljóðfæraleik í Austurríki, Noregi og Svíþjóð.

Var kennari í hljóðfæraleik við Tónlistarskólann á Akranesi 1980-1981, í Færeyjum 1981-1983, Njarðvík 1983-1984 og á Seltjarnarnesi 1983-1987;  Lausráðinn fagottleikari í SÍ 1970-2000 og lék inn á upptökur sem einleikari með hljómsveitinni. Lék á sama tíma með hljómsveit Íslensku Óperunnar, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitinni og Íslenska blásarakvintettinum og er meðlimur í Diddú og drengjunum sem hafa haldið tónleika hérlendis og erlendis m.a. í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Austurríki;  Skólastjóri Tónlistarskóla FÍH frá 1987.

Ráðgjafi menntamálaráðuneytisins í Færeyjum við uppbyggingu Tónlistarskóla Færeyja, var  m.a. fyrsti kennari skólans 1981-1983. Varaformaður Félags íslenskra hljómlistarmanna 1986-1987 og formaður frá 1987; í stjórn Íslensku Hljómsveitarinnar. Stjórnarmaður í  Nordisk Musiker Union frá 1987 og forseti samtakanna frá 1998 til 2002. Fyrsti forseti Tónlistarráðs Ísland sem stofnað var 1990.  Formaður og varaformaður Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðanda.  Fulltrúi FÍH í Bandalagi  íslenskra listamanna. Í stjórn Samtóns.  Stjórnarmaður í IHM. Meðlimur í Listráði Hörpu.

Knattspyrnuþjálfari frá 1975, þjálfaði m.a. í fyrstu deild KR, Þór frá Akureyri og Víking í Reykjavík, þjálfaði landslið Færeyja 1981-1983, lék með meistaraflokki KR 1968-1976 og varð Íslandsmeistari með KR 1968.

Netfang: bjorn@fih.is
Símanúmer: 892 8256

Til baka í kennarayfirlit