Ásgeir nam við Tónlistarskóla Húsavíkur 1966-1973. Hann lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978 og einleikaraprófi á trompet frá sama skóla 1979. Hann lauk B.M. prófi frá Mannes College of Music í New York 1983. Aðalkennari hans þar var John Ware, fyrsti trompetleikari Fílharmóníuhljómsveitar New Yorkborgar.

Ásgeir hefur verið fastráðinn trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1985. Hann var stofnfélagi og trompetleikari í Hljómskálakvintettinum frá 1976; trompetleikari í hljómsveit Gunnars Þórðarsonar 1983-1986; Íslensku hljómsveitinni 1983-1986; trompetleikari við og við í hljómsveit Íslensku óperunnar frá 1983; lék í Stórsveit Ríkisútvarpsins um skeið á 9. áratugnum.

Ásgeir hefur kennt við Tónlistarskóla F.Í.H. frá 1983, Tónskóla Sigursveins frá 1985 og Tónlistarskólann í Keflavík frá 1987. Hann hefur verið kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1983.

Netfang: asgeirst@simnet.is
Símanúmer: 551 6568 / 699 8362

Til baka í kennarayfirlit