Arngunnur Árnadóttir er fædd í Reykjavík. Hún byrjaði að læra á klarínett átta ára gömul hjá Hafsteini Guðmundssyni. Síðar lærði hún hjá Kjartani Óskarssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og Einari Jóhannessyni við Listaháskóla Íslands. Hún stundaði framhaldsnám við Hochschule für Musik „Hanns Eisler“ í Berlín hjá Ralf Forster og Wenzel Fuchs.

Arngunnur hefur flutt kammermúsík víða, meðal annars með Kammersveit Reykjavíkur og á tónlistarhátíðinni Reykjavík Midsummer Music. Sem einleikari hefur Arngunnur meðal annars leikið með Sinfóníuhljómsveitinni í Liepaja í Lettlandi undir stjórn Daníels Bjarnasonar og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Cornelius Meister. Um flutning Arngunnar á Klarínettukonsert Mozarts ásamt SÍ haustið 2015 sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins: „með því fegursta sem ég hef lengi heyrt […] Þetta var dásamlegur flutningur.“
Auk tónlistarinnar starfar Arngunnur sem rithöfundur og hafa komið út eftir hana nokkrar bækur. Hún hefur starfað sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2012.

Netfang:
Símanúmer:

Til baka í kennarayfirlit