Anna nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og voru kennarar hennar Margrét Eiríksdóttir og Árni Kristjánsson. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum. Eftir það stundaði hún framhaldsnám hjá Hans Leygraf við Mozarteum í Salzburg í Austurríki og hjá Árna Kristjánssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Anna hefur starfað við píanókennslu við Nýja Tónlistarskólann og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, en kennir nú við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hún hefur verið deildarstjóri píanódeildar Tónlistarskólans í Reykjavík frá árinu 1994.

Netfang: annath@simnet.is
Símanúmer: 564 0222 / 862 4748

Til baka í kennarayfirlit