KAMMERTÓNLEIKAR Í NORRÆNA HÚSINU

Laugardaginn 17. nóv. kl. 14:00 verða kammertónleikar á vegum MÍT í Norræna húsinu. Efnisskráin er sérlega glæsileg en flutt verða kammerverk eftir L. v. Beethoven, J. Haydn, , E. Grieg, S. Prokoffiev, P. Dukas, G. Bacewicz, Jón Ásgeirsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

KAMMERTÓNLEIKAR Í NORRÆNA HÚSINU2018-11-09T15:27:20+00:00

ORGELTÓNLEIKAR PÍANÓDEILDAR MÍT

Sunnudaginn 28. október kl. 14:00 heldur píanódeild MÍT tónleika í Dómkirkjunni.

Þar munu píanónemendur leika á orgel verk eftir J. S. Bach en tónleikarnir eru afrakstur námskeiðs sem staðið hefur yfir síðastliðnar 2 vikur undir stjórn Kára Þormar.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

ORGELTÓNLEIKAR PÍANÓDEILDAR MÍT2018-10-26T14:51:53+00:00

TÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR MÍT

Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist heldur tónleika í Neskirkju laugardaginn 20. október kl 17:00. Flutt verða Fiðlukonsert í A-dúr eftir W.A. Mozart og Sinfónía nr. 8 eftir A. Dvořák.  Stjórnandi er Sigurgeir Agnarsson og einleikari Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir.

Aðgangur að tónleikum er ókeypis og allir velkomnir!

TÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR MÍT2018-10-26T14:53:26+00:00

VIÐBURÐUR MEÐ BYRON NICHOLAI

Fimmtudaginn 19. okt. kl 15:30 verður spennandi viðburður í salnum í Rauðagerði í boði Bandaríska sendiráðsins. Byron Nicholai er tvítugur listamaður frá Alaska sem blandar saman hipp-hoppi og hefðbundinni Yup’ik tónlist. Hann er stjarna myndarinnar “I Am Yup’ik” og hefur verið öflugur talsmaður  þeirra erfiðleika og áskorana sem samfélag hans og önnur Norðurslóðasamfélög glíma við. Byron er einnig þekktur tónlistarmaður og dansari sem hefur komið fram í Hvíta húsinu, mörgum stórum tónlistarhátíðum, verið aðal umfjöllunarefni hjá NPR og fleiri fjölmiðlum. Hann á yfir 30.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum. Byron Nicholai mun spila og syngja (og dansa?) í 20-30 mínútur og síðan svara spurningum og spjalla við nemendur.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Missið ekki af áhugaverðum og skemmtilegum viðburði!

VIÐBURÐUR MEÐ BYRON NICHOLAI2018-10-17T12:16:40+00:00

RAFTÓNLIST Í MÍT

Skólaárið 2017-2018 var raftónlist kennd í fyrsta skipti við Menntaskóla í tónlist. Miðvikudagskvöldið 16. maí var kynning á afrakstrinum þar sem nokkrir raftónlistarnemendur úr MÍT og FÍH auk kennararans, Mikael Lind, stikluðu á stóru og kynntu vinnu vetrarins. Nokkur hljóðbrot úr verkefnum nemenda voru leikin, boðið var upp á lifandi raftónlistarspuna og nokkrir nemendur í áfanganum fluttu lög. Ánægjuleg viðbót við blómlegt skólastarf MÍT.

RAFTÓNLIST Í MÍT2018-05-18T12:28:17+00:00

FRUMSÝNING Á NÝRRI ÓPERU

Föstudaginn 6. apríl frumsýnir Menntaskóli í tónlist nýja óperu eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Verkið heitir „Fjóla, stjúpa, puntstrá og prins“. Það gerist í tónlistarskóla sem er í miklum kröggum, skólastjórinn er þunglyndur og hefur misst trúna á tónlistina. Til þess að bæta ástandið ákveða nemendur að setja upp ævintýraóperu um ráðvilltan prins sem fær það verkefni að velja sér konu á miklum dansleik. Þangað mæta áfjáðar stúlkur og grimmar stjúpur auk veiðimanns og úr verður mikil flækja. Inn í þetta allt saman fléttast svo ástamál nemendanna í skólanum.

Tuttugu söngvarar koma fram í sýningunni auk níu manna hljómsveitar undir stjórn Hrafnkels Orra Egilssonar. Leikstjóri er Þórunn Guðmundsdóttir. Þetta er sjöunda óperan sem Þórunn semur og hafa þær allar verið frumfluttar af Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Sýningar verða 6., 7. og 8. apríl Sýnt er í Iðnó og hefjast sýningar kl. 20.00 öll kvöldin.

Nemendur og kennarar MÍT fá einn boðsmiða en almennt miðaverð er 2.500kr og hægt er að kaupa miða á tix.is

 

FRUMSÝNING Á NÝRRI ÓPERU2018-04-13T11:31:24+00:00

OPIÐ HÚS Í MÍT

Fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 15:00- 18:00 verður haldið opið hús í MÍT, þar sem áhugasamir nemendur, foreldrar og aðrir sem vilja kynna sér starfsemi skólans geta komið í heimsókn og fræðst um skólastarfið og námsframboð skólans. Opna húsið verður haldið í Rauðagerði 27 þar sem rytmísk deild skólans er til húsa. Ég hvet alla sem hafa hug á að stunda nám við skólann eða vilja kynna sér skólastarfið að líta við hjá okkur og kynna sér skólann.

OPIÐ HÚS Í MÍT2018-03-09T13:08:18+00:00

YFIRLÝSING FRÁ MÍT

Samstaða kvenna og reynslusögur af kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi hafa hrist upp í íslensku samfélagi á undanförnum vikum.  Nú hafa konur í tónlist og í menntastofnunum stigið fram og sagt frá eigin reynslu af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum.

Mikilvægt er að skólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Menntaskóla í tónlist munu standa með þolendum og taka málstað þeirra alvarlega.  Kynferðisleg áreitni, kynbundið áreiti og annað ofbeldi, hvort heldur er af hendi karla eða kvenna, verður ekki undir neinum kringumstæðum liðið innan vébanda skólans og sannist slík hegðun mun það leiða til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta.

Mikilvægt er að starfsfólk og nemendur Menntaskóla í tónlist geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að rödd þeirra skipti máli.  Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að hugsa um hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að  samskiptum kynjanna.  Skólinn mun því skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði sjálfsagður hluti af náminu. Skólinn leggur ríka áherslu á gagnkvæma virðingu í samskiptum hvort sem um er að ræða samskipti nemenda eða kennara.

Stjórn skólans vinnur nú að jafnréttisáætlun og verklagsreglum sem snúa að viðbrögðum við kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi.

Trúnaðarmaður nemenda er Freyja Gunnlaugsdóttir, sími 8616107.

Trúnaðarmaður kennara verður kosinn strax á næsta kennarafundi í upphafi næstu annar.

Ég hvet ykkur eindregið til að leita til trúnaðarmanna ef eitthvað brennur á ykkur. Samtöl verða í fullum trúnaði og ákvarðanir um aðgerðir ekki teknar nema í fullu samráði við þann sem til trúnaðarmanns leitar.

Kjartan Óskarsson,

skólameistari Menntaskóla í tónlist

YFIRLÝSING FRÁ MÍT2018-03-09T12:58:16+00:00

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta