Fjarnám

Inntökuskilyrði

Til þess að nemandi geti stundað fjarnám í bóklegum greinum við Menntaskóla í tónlist, þarf að sýna fram á kunnáttu sem samsvarar miðprófi í tónfræði.

Skráning
Vinsamlegast athugið að ganga þarf frá skráningu við Menntaskóla í tónlist áður en nám er hafið. Ef þú ert nemandi við annan tónlistarskóla þá vinsamlegast biddu þann skóla að senda inn formlega beiðni til Menntaskóla í tónlist. Ef þú ert ekki í námi í tónlistarskóla þá sækir þú um með tölvupósti á menton@menton.is

Í millitíðinni getur þú skráð þig sjálf/ur inn á vefinn www.fjarnam.menton.is
Á forsíðunni skráir þú þig sem nýjan notenda (rauður reitur efst til hægri). Síðan skráir þú þig í viðeigandi áfanga.
Vinsamlegast athugaðu að ef þú hefur ekki gengið frá skráningu hjá MÍT getur þú átt á hættu að vera fjarlægður úr fjarnámskerfinu
Athugið að sumir áfangar hefja fjarkennsluna síðar (sumir annars árs áfangar) en kennarar verða í sambandi við ykkur vegna þess háttar frávika.

Gjald
Kostnaður við fjarnám er 6.000 kr. í staðfestingargjald fyrir hvern áfanga, og 3.000 kr. fyrir hverja einingu sem áfangi veitir.