Vegna COVID-19

Skólastjórnendur fylgjast náið með tilmælum stjórnvalda varðandi sóttvarnir, og sjá til þess að sóttvarnarreglum sé fylgt til hins ítrasta.

Við getum átt von á að nemendur og kennarar verði skikkuð í sóttkví öðru hverju í vetur. Við leggjum höfuðáherslu á að bæði nemendur og kennarar haldi virkni sinni í skólastarfinu á meðan sóttkví stendur, nema auðvitað ef veikindi koma upp.

Ef þessi staða kemur upp hjá nemanda skal tilkynna ritara um sóttkví í síma 5891200 (milli kl 13-17), eða senda tölvupóst á menton@menton.is. Nemandi er þá skráður veikur (í sóttkví) í Innu. Þó er ætlast til þess að nemandinn, sé hann frískur, sinni áfram námi sínu, og sé í sambandi við kennara í gegnum fjarlausnir, eða verkefnaskil.

Ef kennari er skikkaður í sóttkví skal hann einnig tilkynna það til ritara og láta nemendahóp sinn vita. Ef kennari er frískur skal hann sinna nemendum sínum gegnum fjarlausnir á meðan sóttkví stendur. Staða kennarans er því óbreytt í Innu, og skal hann merkja við mætingu nemenda sinna skv. virkni í fjarnáminu.

 

Aðstoðarskólameistarar og áfangastjóri veita námsráðgjöf eftir samkomulagi og nemendur geta leitað sér námsráðgjafar hvenær sem er á námstímanum. Sú ráðgjöf getur falist í hjálp við skipulagningu náms og áætlanagerð og aðstoð vegna námsörðugleika eða annarra vandamála sem upp kunna að koma í skólastarfinu.

Aðstoðaskólameistarar:

Áfangastjóri:

Skólinn getur leitað til utanaðkomandi sérfræðinga vegna vanda nemanda í samráði við þá. Nemendur stúdentsbrautar hafa jafnframt aðgang að námsráðgjöfum og sálfræðiþjónustu við Menntaskólann við Hamrahlíð: sjá hér.

Síða með spurt og svarað um skólastarf á neyðarstigi almannavarna.

Síða með upplýsingar um COVID-19 fyrir börn og ungmenni.

Það sem þú þarft að vita um COVID-19 (Landlæknisembættið)

COVID-19 – ýmsar hagnýtar upplýsingar