Vegna COVID-19

Nám við MÍT færist frá og með 16.mars í fjarnám vegna samkomubanns.

Skólastjórnendur leggja höfuðáherslu á að kennarar séu í góðu og reglulegu sambandi við sína nemendur, og að kennsla miðist við það að nemendur geti lokið sínum áföngum í annarlok. Námsmat í lok annar verður sniðið að breyttum aðstæðum.

Aðstoðarskólameistarar og áfangastjóri veita námsráðgjöf eftir samkomulagi og nemendur geta leitað sér námsráðgjafar hvenær sem er á námstímanum. Sú ráðgjöf getur falist í hjálp við skipulagningu náms og áætlanagerð og aðstoð vegna námsörðugleika eða annarra vandamála sem upp kunna að koma í skólastarfinu.

Aðstoðaskólameistarar:

Áfangastjóri:

Skólinn getur leitað til utanaðkomandi sérfræðinga vegna vanda nemanda í samráði við þá. Nemendur stúdentsbrautar hafa jafnframt aðgang að námsráðgjöfum og sálfræðiþjónustu við Menntaskólann við Hamrahlíð: sjá hér.

Síða með spurt og svarað um skólastarf á neyðarstigi almannavarna.

Síða með upplýsingar um COVID-19 fyrir börn og ungmenni.

Það sem þú þarft að vita um COVID-19 (Landlæknisembættið)

COVID-19 – ýmsar hagnýtar upplýsingar