Hæfniþrep: 2

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Raftónlist

Lýsing: Í áfanganum eru kennd grunnatriði í raftónlist. Í áfanganum er kennt á algengustu forrit sem notuð eru í raftónlist og nemendur fá kennslu í hljóðvinnslu. Raftónlist er skoðuð bæði út frá forsendum rytmískrar og klassískrar tónlistar en áfanginn hentar bæði klassískum og rytmískum tónlistarnemendum.

Forkröfur: Engar.

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • algengustu forritum raftónlistar, svo sem Ableton live og Max.
  • grunni í hljóðvinnslu.
  • notkun jaðartækja


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með algengustu forrit og jaðartæki
  • skapa tónlist með aðstoð verkfæra raftónlistar.


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna með algengustu raftónlistarforrit
  • stunda frekara nám á sviði raftónlistar


Námsmat: Einkunn er byggð á verkefnum, ástundun og þátttöku.

Til baka í áfangayfirlit.