Hæfniþrep: 1

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Saga jazztónlistar frá upphafi til 1950, hlustun og greining.

Lýsing: Farið er í gegnum jazzsöguna frá upphafi til loka swingtímabilsins um 1950. Rætt um þróun tónlistarinnar, tengsl við aðrar tónlistarstefnur og þóðfélagsatburði.

Forkröfur: Engar.

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu stílum jazztónlistar á tímabilinu og einkennum þeirra.
  • Mikilvægustu einstaklinga og þeirra helstu verkum.
  • Hvernig mikilvægir atburðir í mannkynssögunni hafa áhrif á þróun jazztónlisltar.
  • Gagnkvæmum áhrifum á milli mismunandi tónlistartegunda.


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Fjalla um afmörkuð viðfangsefni er tengjast jazzsögu frá byrjun 20. aldar fram undir 1950.
  • Svara munnlega og skriflega spurningum um jazzsöguleg málefni s.s. samhengi, orsakir, afleiðingar, stíl og þróun.
  • Þekkja eftir heyrn ólíka stíla.
  • Þekkja eftir heyrn stíl mikilvægustu listamanna.
  • Geta greint söguleg einkenni í samræmi við þróun stíls á tímabilinu.
  • Fjalla um jazzsöguleg málefni í heimildaritgerð.


Hæfniviðmið:

Í lok námskeið á nemandi að:

  • Þekkja helstu listamennn sem móta tímabilið og áhrifamestu verk þeirra.
  • Þekkja og skilja helstu stíla jazztónlistar á tímabilinu.
  • Geta fjallað um og útskýrt stílræn einkenni í jazztónlist tímabilsins.
  • Hafa grunngetu til að fjalla um sögulegt samhengi jazztónlistar á mismunandi skeiðum.
  • Hafa yfirsýn og getu til að fjalla um þróun stíleinkenna á tímabilinu.


Námsmat: Próf úr efni í annarlok, hlustunarpróf og ritgerð.

Til baka í áfangayfirlit.