Hæfniþrep: 1 (1.1 og 1.2), 2 (2.1, 2.2) og 3 (3.1 og 3.2)

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Kammertónlist.

Lýsing: Kammertónlist í minni og stærri hópum. Lögð er áhersla á að nemendur fái fjölbreytta reynslu í flutningi kammertónlistar í minni og stærri hópum. Viðfangsefni eru valin eftir samsetningu nemendahóps og getu hverju sinni.

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik.

Þekkingarviðmið:

Nemandi hafi öðlast:

  • þekkingu á ólíkum tónlistarstílum.
  • þekkingu á helstu tónbókmenntum skrifuðum fyrir þá gerð kammerhóps sem hann tekur þátt í.
  • þekkingu á sögulegu samhengi verkanna sem unnin eru í áfanganum.


Leikniviðmið:

Nemandi hafi:

  • öðlast þjálfun í samleik og samvinnu.
  • öðlast leikni í að fullvinna kammerverk í samstarfi við aðra hljóðfæraleikara.
  • lært að taka tillit til annarra, leiða og fylgja.
  • öðlast leikni í flutningi kammertónlistar.


Hæfniviðmið:

Nemandi hafi:

  • hæfni til að flytja kammerverk sem tilheyra hverju námsstigi á sannfærandi hátt á tónleikum.
  • öðlast dýpt og skilning til að fullvinna og flytja kammerverk á tónleikum.

 



Námsmat: Hver kammerhópur kemur fram á tónleikum að minnsta kosti einu sinni yfir önnina. Námsmat hvers nemanda byggir þar að auki á ástundun og mætingu nemandans.

Til baka í áfangayfirlit.