Hæfniþrep: 4

Einingafjöldi: 5

Viðfangsefni: Orgelpunktur, hljómsetning sálmalaga, hljómgreining heilla verka.

Lýsing: Megináhersla er á að nemendur nýti áunna kunnáttu, leikni og hæfni úr fyrri hljómfræðinámskeiðum til að hljómsetja sálmalög. Sem áður þjálfa nemendur nýtt efni við gerð eigin hljómagangs. Allnokkrum kennslutíma er varið til að greina tónverk frá klassíska og rómantíska tímabilinu.

Forkröfur: Hljómfræði 3.1

Þekkingarviðmið:

• Kunna að nota orgelpunkt til að skipta um tóntegund og fara í tóntegundirnar þremur og fjórum formerkjum ofar. • Geta hljómsett sálmalag í anda J. S. Bach. • Geta greint tónverk frá klassíska og rómantíska tímabilinu með tilliti til hljómræns efniviðar og vægis og röðunar tóntegunda.Leikniviðmið:

Hafa vald á ofangreindum þekkingaratriðum í hljómrænu díatónísku og krómatísku samhengi og geta beitt þeim í fjögurra radda tónbálki.Hæfniviðmið:

• Geta hljómsett sálmalag í nálgun á stíl J. S. Bach með fjölbreyttum hljómskiptum, góðri hreyfingu bassa og innri radda og viðeigandi endum. • Geta samið hljómagang innan marka námsefnis með sannfærandi framvindu og góðri raddhreyfingu. • Geta greint og borið skynbragð á sama efnivið í verkum annarra.Námsmat: Skrifleg heimaverkefni alla önnina og skriflegt próf í lok hennar.

Til baka í áfangayfirlit.