Hæfniþrep: 3

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Tölvusetning nótna, venjur í hefðbundinni nótnaritun, tölvusetning nótna, notkun flýtilykla, venjur í rytmískri nótnaritun, uppsetning lagblaða, tónsmíðar, innsetning MIDI skráa, frágangur parta og raddskrár.

Lýsing: Nótnaritun í tölvu snýst um að læra haldbæra þekkingu á innslætti nótna í tölvu með nótnaskriftarforritinu Dorico. Farið er í ýmsa þætti sem lúta að réttritunarreglum nótnaskriftar ásamt því að kafa undir yfirborð nótnaskriftarforritsins Dorico. Tekið verður á ýmsu þáttum tónlistarsköpunar og þeir tengdir við Dorico á einn eða annan hátt. Verkefni áfangans eru upprit á fjölbreyttum tónverkum og önnur verkefni, gerð í tíma og heima. Notast er við nótnaskriftarforritið Dorico Elements. Nemendur fá nemendaafslátt á Dorico hjá Hljóðfærahúsinu gegn staðfestingu skólavistar. Nemendur þurfa tölvu með uppsettu Dorico. Athuga skal hvort hugbúnaður tölvunnar standist kröfur Dorico.

Forkröfur: Tónfræði

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hvernig Dorico er uppbyggt og hugmyndafræði þess
  • Tölvusetningu nótna, merkja og leiðbeininga til hljóðfæraleikara, samkvæmt hefðbundnum nótnaskriftarreglum fyrir klassíska og rytmíska tónlist og uppsetningu raddskráa og parta
  • Öllum helstu nótnaskriftarhefðum, réttritunarreglum og frágangi á raddskrám og pörtum, fyrir klassíska og rytmíska tónlist


Leikniviðmið:

Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:

  • Tölvusetja raddskrá, parta og lagblöð með lyklaborði tölvunnar með aðstoð flýtilykla
  • Semja tónlist beint inn í forritið
  • Flytja inn skjöl úr öðrum forritum og vinna með þau


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Nota Dorico með góðri þekkingu um möguleika þess
  • Skrifa sín eigin lög, hugmyndir, útsetningar eða lagblöð beint inn í forritið á skýran og skilmerkilegan hátt fyrir sig og aðra hljóðfæraleikara, á fljótlegan hátt


Námsmat: Ástundun, þátttaka í tímum og verkefni reiknast til lokaeinkunnar.

Til baka í áfangayfirlit.